Jöklaganga á Sólheimajökli

Lýsing

Bættu smá ævintýri í ferðalag þitt um suðurströndina og kíktu upp á Sólheimajökul. Þessi hressa og skemmtilega jöklaganga er fullkomin fyrir þá sem vilja skoða okkar stórkostlega landslag frá nýju sjónarhorni.

Ferðin hefst á bílastæðinu við Sólheimajökul. Þar hittirðu leiðsögumanninn þinn sem mun láta þig fá allan þann búnað sem þú þarft til þess að klífa jökulinn. Engin fyrri reynsla er nauðsynleg fyrir þessa ferð og mun leiðsögumaðurinn sýna þér hvernig á að nota þessar græjur áður en stigið er út á ísinn.

Sennilega það fyrsta sem þú tekur eftir er hversu dökkur jökullinn er en yfir honum er enn þykkt lag af ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. En því lengra sem farið er upp á ísinn, því hvítari verður hann. Á leiðinni mun leiðsögumaðurinn sýna þér djúpar sprungur, skessukatla og aðrar áhugaverðar ísmyndanir. 

Innifalið

Ekki innifalið

Gott að hafa í huga

Hvað á að taka með

Myndagallerí

Autres activités susceptibles de vous intéresser

Ferdagjöf

Vous avez une question sur cette tournée?
Retour haut de page

Inscrivez-vous aux dernières offres de voyage!