Jöklaganga frá Skaftafelli | 3ja klst. leiðangur

Lýsing

Sjáðu hæstu tinda Íslands og okkar síbreytilega landslag í þessari 3ja klukkutíma jöklagöngu. Þeir sem eiga leið hjá Vatnajökli ættu ekki að láta þessa skemmtilegu ferð framhjá sér fara. 

Ferðin hefst í Skaftafellsstofu þar sem leiðsögumaður tekur á móti þér. Hann mun segja þér aðeins frá jöklinum og kenna þér á þann búnað sem þarf til þess að klífa jökulinn. Engin fyrri reynsla af jöklum er nauðsynleg og mun leiðsögumaðurinn vera með þér allan tímann. 

Því næst er farið upp í stóran bíl sem mun keyra upp á fjall. Þaðan er svo stutt ganga að rótum jökulsins þar sem þú getur sett á þig mannbroddana og stígið út á ísinn. Þú munt vera um það bil 60-90 mínútur á jöklinum, sem er nægur tími til að njóta útsýnisins og skoða bláar sprungur og djúpa skessukatla. 

Innifalið

 • Jöklaleiðsögumaður með réttindi
 • Notkun á öllum búnaði, m.a. hjálmi, mannbroddum og ísexi

Ekki innifalið

 • Keyrsla frá Reykjavík
 • Veitingar

Gott að hafa í huga

 • Ferðin sjálf tekur u.þ.b. þrjá tíma, þar af eru 60-90 mínútur á ísnum.
 • Vinsamlegast verið mætt á upphafsstað u.þ.b. 20 mínútum fyrir settan tíma.
 • Ferðin hentar best fólki við góða heilsu sem á auðvelt með göngu
 • Hægt er að leigja vatnsheld föt og gönguskó fyrir ferðina.
 • Hámark 12 manns í hverri ferð.

Hvað á að taka með

 • Hlý og vatnsheld föt
 • Góða gönguskó
 • Hanska og húfu

Myndagallerí

Other tours you might be interested in

Have a question about this tour?
Scroll to Top

Sign Up for 20% Off!